Sköpum bjartari framtíð
Hönd í hönd
Fræðsla, virðing, vináttaLátum drauma rætast
Við erum öll einstök á okkar hátt og höfum öll okkar drauma og þrár. Því miður er lífsgæðunum misskipt og ekki öllum gefin sömu tækifæri til að láta drauma sína og þrár rætast.
Okkar helstu tvö verkefni í Banda er að tryggja rekstur skóla og heilsugæslu fyrir þorpsbúa. Skólinn er 400 barna skóli með það að markmiði að skapa öruggt lærdómsumhverfi til vaxtar og þroska. Börnin sem sækja skólann fá eina á máltíð á dag í skólanum sem oft er eina máltíðin sem þau fá yfir daginn. Heilsugæslan tekur á móti um 700 sjúklingum á mánuði og um 30-40 verðandi mæðrum. Menntun og aðgangur að heilsugæslu eru grunnur þess að breyta og bæta og stuðla að framþróun í samfélögum.
Með því að leggja okkur lið með þínu framlagi hjálpar þú okkur að efla samfélagið í Banda og vinna hönd í hönd með fólkinu í samfélaginu svo allir geti blómstrað. Hjálpaðu okkur að láta drauma rætast!
Vilt þú láta gott af þér leiða og hjálpa til við að skapa bjartari framtíð fyrir ungt fólk í Úganda? Öll framlög renna óskert til reksturs skólans og heilsugæslunnar okkar í Banda.
Vilt þú taka þátt? Endilega skráðu þig í félagið. Viltu vita meira? Skelltu þér hingað: buiga-sunrise.org
Megin tilgangur Buiga-Sunrise Iceland er að safna fjárframlögum til að tryggja rekstur skólans og heilsugæslunnar sem og vinna að öðrum verkefnum til styrktar Buiga-Sunrise í Úganda sem miða að því að gera samfélagið sjálfbært og að skapa bjartari framtíð þar sem draumar geta ræst.