top of page

Verkefni

Fæðingarheimili

Eitt af þeim verkefnum sem unnin voru á árinu var bygging nýs fæðingarheimilis sem rúmar allt að 4 konur. Næsta verkefni er að klára þá uppbyggingu og kaup á tækjum og búnaði.

1

4

Fullorðinsfræðsla

Mikilvægt er að styðja við það sem gerist í skólanum og heilsugæslunni með því að fara um svæðið og fræða þá sem ekki hafa haft möguleika á slíku. "Reach out" er verkefni sem læknir og hjúkrunarkona sinna. Bæjarbúum gefst þá tækifæri að spyrja heilsufarslegra spurninga.

Heimavist 

Sum börn eiga langt að fara í skólann og til þess að hafa möguleika á að stunda nám hefur skólinn boðið upp á heimavist fyrir allt að 8 börn. Eftirspurn eftir slíku hefur aukist og því orðin þörf á að stækka og bæta húsnæði heimavistar.

2

5

Vatnsbrunnur

Til að tryggja hreinlæti og fæðuöryggi í skólanum er mikilvægt að hafa aðgang að vatni. Eins og staðan er í dag er enginn vatnsbrunnur við skólann og er eitt af lykilverkefnum á næsta ári að grafa fyrir vatnsbrunni við skólann.

Girl Power

Verkefni sem snýr að því að styrkja og hvetja ungar stúlkur til náms. Stúlkur fá minni tækifæri til menntunar þar sem oft á tíðum verða þær barnshafandi á barnsaldri. 

3

6

Mæðravernd 

Mikilvægt er að stuðla að heilbrigði móður og barns og greina áhættuþætti á byrjunarstigi og bregðast við þeim sem fyrst. Almenn fræðsla um meðgöngu og hreinlæti og leiðir til að forðast ótímabærar þunganir.

bottom of page