Um okkur
Árið 2011 fóru Hrefna Bachmann og fjölskylda í sína fyrstu heimsókn til Banda, Úganda. Heimsóknin var tilkomin vegna kynna fjölskyldunnar við Nicole Van Seters og fjölskyldu hennar. Nicole og fyrrverandi eiginmaður hennar höfðu sett á stofn góðgerðasamtökin Buiga-Sunrise árið 2005. Samtökin hafa höfuðstöðvar sínar í Banda, Kyandaaza þar sem þau starfa aðallega í dag. Buiga Sunrise er lítil grasrótarstofnun sem fram að þessu hefur verið stjórnað af hópi sjálfboðaliða allt frá stofnun. Markmið samtakanna er að efla samfélagið í gegnum menntun og fræðslu, heilbrigðisþjónustu, næringu og auka þannig sjálfbærni.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um það en fjölskyldan heillaðist af því starfi sem þarna fór fram og hefur Hrefna síðan þá setið í stjórn grasrótarsamtakanna í Úganda. buiga-sunrise.org
Verkefnið hefur undið uppá sig og hefur Hrefna farið fyrir þónokkrum hópum til Banda þar sem mörg verkefni hafa verið fjármögnuð og leyst af hendi.
Sérstaða Buiga-Sunrise Iceland liggur í þeim góðu tengslum sem myndast hafa gegnum árin með samstarfinu í Úganda. Þessi góðu tengsl auðvelda okkur að koma verkefnum áfram og þannig að skila sér til langstíma inn í samfélagið.
Í stjórn félagsins sitja Hrefna Bachmann, Íris Ösp Bergþórsdóttir og Erna Arnarsdóttir.